Í kjarasamningum BHM félaga við Launanefnd Sveitarfélaga er ákvæði um að heimilt sé að greiða launaviðbætur á sérstökum forsendum (svokölluð TV laun) vegna verkefna og hæfni annarsvegar og vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna hinsvegar.
Um framkvæmd þessara ákvæða hjá Akureyrarbæ gilda sérstakar reglur sem kynntar hafa verið fyrir starfsfólki sem tekur laun samkvæmt kjarasamningum BHM við LN. Umsóknarfrestur um TV-einingar vegna verkefna og hæfni var 1. nóvember sl.
Sérstök matsnefnd mun nú meta umsóknir um TV einingar vegna verkefna og hæfni. Fulltrúar í nefndinni eru Ögmundur Knútsson frá Háskólanum á Akureyri, fulltrúi forstöðumanna er Hólmkell Hreinsson Amtsbókavörður og fyrir hönd framkvæmdastjórnar er Katrín Björg Ríkharðsdóttir, deildarstjóri samfélags og mannréttindadeildar.