ÍSÍ stendur á næstunni fyrir hvatningar- og átaksverkefninu Lífshlaupið en markmiðið með verkefninu er að létta lund og auka líkamlegt og andlegt heilbrigði á vinnustöðum landsins. Á vefnum lifshlaupid.is er allar nánari upplýsingar að finna.
Undir hnappnum Efni til að dreifa eru eyðublöð sem hægt er að hengja upp til kynningar og nota fyrir skráningu á vinnustöðum. Ef einhver vandræði eru með skráningu þá er velkomið að hafa samband í síma 514-4000 eða á netfangið jona@isi.is
Skráningarleikur hefst á Rás 2 miðvikudaginn 28. janúar.