Leiðbeiningar um www.eg.akureyri.is

Á starfsmannahandbókinni má finna leiðbeiningar um hvernig sækja á um lykilorð á starfsmannavefinn www.eg.akureyri.is.

Á starfsmannavefnum getur starfsfólk m.a. skoðað launaseðla sína, fengið upplýsingar um stöðu orlofs og fjölda veikindadaga. Margt fleira er hægt að skoða t.d. reikninga sem gefnir eru út af Akureyrarbæ á viðkomandi starfsmann s.s. leikskólagjöld og fasteignagjöld.

Á forsíðunni birtist daglega listi yfir þá starfsmenn sem eiga afmæli ásamt lista yfir nýtt starfsfólk hjá Akureyarbæ. Á vefnum má einnig finna starfsmannalista fyrir alla vinnustaði Akureyrarbæjar.

  • Sækja þarf um lykilorð á slóðina http://eg.akureyri.is sem síðan er sent í heimabanka viðkomandi starfsmanns.

  • Hafi starfsmaður ekki aðgang að heimabanka getur viðkomandi nálgast lykilorðið hjá Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar.

  • Fyrirspurnum um aðgang að starfsmannavefnum svarar Kristjana Kristjánsdóttir, verkefnastjóri, með tölvupósti; kristjana@akureyri.is og í síma 460-1075.

  • Hér má finna leiðbeiningar um hvernig sótt er um lykilorð.

 



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan