Launaseðlar á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is

Á starfsmannavef Akureyrarbæjar - www.eg.akureyri.is - getur starfsfólk nálgast launaseðlana sína. 

Á vefnum er auk þess hægt að skoða stöðu orlofs, stöðu veikindadaga, yfirlit yfir námskeið og reikninga frá Akureyrarbæ, s.s. fyrir fasteigna­gjöld, leikskóla, tónlistarskóla og grunnskóla.

Einnig getur starfsfólk skráð og breytt upplýsingum um t.a.m. náms- og starfsferil, aðsetur, símanúmer og banka­upplýsingar.

Sækja þarf um lykilorð á vefnum www.eg.akureyri.is. Starfsfólk getur valið um að fá lykilorðið sent í heimabanka eða að sækja það til starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu í Geislagötu 9, 1. hæð.  

Fyrirspurnum um aðgang að starfsmannavefnum svarar Kristjana Kristjánsdóttir, verkefnastjóri, með tölvupósti; kristjana@akureyri.is og í síma 460 1075.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan