Á starfsmannavef Akureyrarbæjar - www.eg.akureyri.is - getur starfsfólk nálgast launaseðlana sína.
Á vefnum er auk þess hægt að skoða stöðu orlofs, stöðu veikindadaga, yfirlit yfir námskeið og reikninga frá Akureyrarbæ, s.s. fyrir fasteignagjöld, leikskóla, tónlistarskóla og grunnskóla.
Einnig getur starfsfólk skráð og breytt upplýsingum um t.a.m. náms- og starfsferil, aðsetur, símanúmer og bankaupplýsingar.
Sækja þarf um lykilorð á vefnum www.eg.akureyri.is. Starfsfólk getur valið um að fá lykilorðið sent í heimabanka eða að sækja það til starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu í Geislagötu 9, 1. hæð.
Fyrirspurnum um aðgang að starfsmannavefnum svarar Kristjana Kristjánsdóttir, verkefnastjóri, með tölvupósti; kristjana@akureyri.is og í síma 460 1075.