Launaseðlar á pappír afþakkaðir

Launaseðlar starfsmanna Akureyrarbæjar eru sendir rafrænt úr launakerfi SAP í heimabanka viðkomandi á sama tíma og launaseðlar hverrar útborgunar eru prentaðir út á pappír. Þessi lausn gerir starfsmönnum kleift að kynna sér launaseðla sína a.m.k. sólarhring áður en þeir berast þeim í pósti. Hvenær sem er má síðan nálgast eldri launaseðla í heimabankanum, skoða eða prenta út eftir þörfum.

Þeir sem ekki hafa enn kynnt sér þennan möguleika geta nálgast leiðbeiningar um hvar launaseðlar eru birtir í heimabanka hvers banka. Starfsfólk getur afþakkað launaseðla á pappír með því að biðja yfirmann sinn að koma því á framfæri við starfsmannaþjónustuna eða með því að senda tölvupóst til Bjargar í starfsmannaþjónustunni (bjorgl@akureyri.is).



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan