Athygli er vakin á því að launamiðar verða ekki sendir heim með pósti eins og undanfarin ár.
Frá 1. febrúar 2013 verða launamiðar vegna ársins 2012 aðgengilegir á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is. Fjárhæðir af launamiðum verða forskráðar á launaframtal eins og hefur
verið. Skv. upplýsingum frá RSK verða fjárhæðir af launamiðum v. 14 og 15 ára unglinga að öllum líkindum forskráð inn
á launaframtal líka.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar eru að finna í starfsmannahandbókinni á heimasíðu
Akureyrarbæjar>starfsmannahandbok>starfsmannavefur. http://akureyri.is/starfsmannahandbok/starfsmannavefur/
Sækja þarf um lykilorð á vefnum www.eg.akureyri.is og getur starfsfólk valið um
að fá lykilorðið sent í heimabanka eða sækja það til Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Við viljum minna á að starfsmenn geta einnig skoðað launaseðlana sína á starfsmannavefnum. Við leggjum mikla áherslu á að
minnka pappírsnotkun og viljum við hvetja alla til að nýta sér starfsmannavefinn og afþakka launaseðla á pappír með því að
tilkynna það til Starfsmannaþjónustu.
Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar, s. 460 160, umsokn@akureyri.is.