Lista- og hugsjónahópurinn Barningur hefur starfað undir hatti skapandi sumarstarfa hjá Akureyrarbæ í sumar. Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17.30,
stendur hópurinn fyrir fyrirlestri í Ketilhúsinu þar sem fjallað verður um öryggi ungra kvenna í þjónustustörfum og
lítillækkandi framkomu sem þær verða ítrekað fyrir við störf sín.
Sjónum verður beint að úrræða- og öryggisleysi sem þær búa við í því samfélagi sem við byggjum og
í kjölfarið verður opnað á lausnamiðaðar umræður. Aðgangur er ókeypis.
Upplýsingar um fyrirlesturinn á Facebook.