Þann 24. október næstkomandi mun Jafnréttisstofa, í samstarfi við Akureyrarbæ, standa fyrir opnum fundi um stöðu kvenna í umönnunar-
og þjónustustörfum með sérstaka áherslu á kynbundna og kynferðislega áreitni.
Á fundinum verða haldin þrjú erindi sem fjalla um viðfangsefnið með ólíkum hætti. Jóhanna Berglind Bjarnadóttir og
Katrín Björnsdóttir frá Akureyrarbæ munu ræða kynferðislega áreitni í umönnunarstörfum. Harpa Ólafsdóttir
frá stéttarfélaginu Eflingu flytur erindi sem nefnist „Eru línurnar í lagi?“. Þá munu þær Margrét Helga
Erlingsdóttir og Elín Inga Bragadóttir, talskonur Barnings, greina frá dæmum um framkomu við konur í þjónustustörfum og kynna framtak
sitt „kynlegar athugasemdir“.
Húsið verður opnað kl. 11:45 en dagskráin hefst kl. 12:00.
Boðið verður upp á súpu á fundinum.
Dagskrá og nánari
upplýsingar