Könnun um líðan, heilsu og vinnuviðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar

Miðvikudaginn 3. febrúar var send könnun til allra starfsmanna Akureyrarbæjar sem eru í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin var send á netföng starfsmanna en þeir sem hafa ekki netföng fá upplýsingar um það hvernig þeir geta nálgast könnunina á vinnustað sínum.

Í könnuninni er spurt um líðan, heilsu og vinnuviðhorf starfsfólks sveitarfélagsins á tímum efnahagsþrenginga. Könnunin er unnin í samstarfi við Hjördísi Sigursteinsdóttur og er liður í doktorsverkefni Hjördísar í félagsfræði við Háskóla Íslands. Að minnsta kosti sextán önnur sveitarfélög verða  þátttakendur í verkefninu og stefnt er að því að endurtaka rannsóknina tvisvar á þremur árum.

Starfsfólk er vinsamlega beðið um að svara spurningalistanum eins ítarlega og það treystir sér til. Það tekur 10-15 mínútur.  Rétt er að taka það fram að frjálst er að hafna þátttöku í rannsókninni án útskýringa og hægt er að sleppa einstöku spurningum.

Starfsfólk er eindregið hvatt til þess að svara spurningalistanum og leggja þannig rannsókninni lið og stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir okkur öll.

Ef starfsfólk lendir í vandræðum með að nálgast könnunina eða hefur frekari spurningar þá er hægt að hafa samband við Ölmu Rún Ólafsdóttur í síma 460 1074/869 1805 eða með tölvupósti á netfangið almarun@akureyri.is

 



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan