Jólablað Einingar-Iðju er komið út og hægt er að nálgast það á heimasíðu félagsins www.ein.is.
Efni blaðsins er fjölbreytt að venju, m.a. eru ferðir félagsins næsta sumars kynntar og ferðasögum sumarsins eru gerð góð skil. Minnt er á vetrarleigu orlofshúsa félagsins og fjallað um launahækkanir um áramót og desemberuppbót.
Í blaðinu eru birtar upplýsingar á erlendum tungumálum, en að þessu sinni er blaðið á fimm tungumálum; íslensku, ensku, taílensku, tékknesku og pólsku. Nú var ákveðið að bæta við texta á pólsku og tékknesku. Pólverjum hefur fjölgað mikið á svæðinu og einnig hefur Tékkum fjölga töluvert, ekki síst vegna þess að flestallir sem vinna við gerð Héðinsfjarðaganganna eru Tékkar.