Jólablað Einingar-Iðju

Jólablað Einingar-Iðju er komið út og hægt er að nálgast það á heimasíðu félagsins www.ein.is.

Efni blaðsins er fjölbreytt að venju, m.a. eru ferðir félagsins næsta sumars kynntar og ferðasögum sumarsins eru gerð góð skil. Minnt er á vetrarleigu orlofshúsa félagsins og fjallað um launahækkanir um áramót og desemberuppbót.

Í blaðinu eru birtar upplýsingar á erlendum tungumálum, en að þessu sinni er blaðið á fimm tungumálum; íslensku, ensku, taílensku, tékknesku og pólsku. Nú var ákveðið að bæta við texta á pólsku og tékknesku. Pólverjum hefur fjölgað mikið á svæðinu og einnig hefur Tékkum fjölga töluvert, ekki síst vegna þess að flestallir sem vinna við gerð Héðinsfjarðaganganna eru Tékkar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan