Dreifa á Innanbæjarkrónikunni á kaffistofur starfsmanna nú í fyrsta skiptið. Innanhússpósturinn (sendlar og hólf forstöðumanna) verður notaður eins og hægt er og eru stjórnendur beðnir um að koma Krónikunni á kaffistofu/r starfsmanna sinna eða í hólf viðkomandi forstöðumanna eftir því sem við á. Fjöldi eintaka er áætlaður eftir stærð stofnana/deilda.
Ekki er gert ráð fyrir að allir geti farið með Krónikuna heim heldur á hún að liggja frammi á kaffistofum svo hún verði aðgengileg öllum starfsmönnum. Þeir sem fá launaseðla senda heim fá Krónikuna senda líka. Þeir sem hafa afþakkað launaseðla og gefið upp tölvupóstfang fá Krónikuna senda rafrænt. Einnig er Krónikan aðgengileg á starfsmannahandbókinni.
Ef einhver hefur ábendingar varðandi dreifinguna þá endilega komið þeim á framfæri sem fyrst t.d. hvort þið eruð að fá of mörg eða of fá eintök eða hvort einhver stofnun/deild hefur ekki fengið Krónikuna á sína kaffistofu/r í lok viku.