Hjólað í vinnuna

Gamli_og_gellurnarNú er fyrsta vikan liðin í átakinu hjólað í vinnuna. Starfsfólk Akureyrarbæjar hefur tekið vel við sér og eru 13 deildir eða einingar með 24 liðum skráðar til leiks. Þar af er Síðuskóli einn með 7 lið. Myndin er af liði starfsmannahaldsins – Gamli og gellurnar.  Akureyrarbær er í 3ja sæti yfir heildarþátttöku í sveitarfélögum sem sýnir greinilega að Akureyringar eru tilbúnir til að hreyfa sig meira og sýna í verki góðan stuðning við markmið Hjólað í vinnuna og Ísland á Iði.

Þátttakan hefur aldrei verið meiri á landsvísu og hefur nýtt þátttökumet verið slegið. Þegar hafa 6015 þátttakendur skráð sig til leiks í 848 liðum og enn eru að bætast við nýjar skráningar. 

 Margar spurningar hafa vaknað og eru hér nokkrar ábendingar frá stjórn átaksins:

  • Það verður opið fyrir skráningu á meðan “Hjólað í vinnuna” stendur yfir og enn er hægt að bæta við liðum og liðsmönnum.
  • Einungis er leyfilegt að skrá vegalengdir til og frá vinnu.  Ekki það sem hjólað er í hádeginu eða þó hjólað sé á fundi.  Það er þó hægt að hjóla/ganga/? lengri leiðina til og frá vinnu.
  • Komið hafa upp “kommu” vandræði t.d. við að skrá 3,5 km. en verið er að laga þetta.
  • Mikið af reynslusögum og myndum er komið á netið og hvet ég ykkur eindregið til að skoða það.  Ábending til þeirra sem eru að senda inn myndir að myndaskrárnar mega ekki vera mjög stórar eða einungis 100.000 bitar. 
  • Hvatningaleikur er í gangi á Rás2 sem gaman er að fylgjast með.
  • Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkusetursins hefur sett inn á heimasíðu ”Hjólað í vinnuna” reiknivél sem reiknar út hve mikið sparast hjóli maður í vinnuna. Með því að fylla inn réttar upplýsingar fást tölur um orkusparnað, peningasparnað og hitaeiningabruna. Áhugaverð vél sem birtir mjög fróðlegar tölur.  Slóð reiknivélarinnar er http://www.orkusetur.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/wa/dp?id=7027
  • ÍFHK stendur fyrir fjölda uppákoma á meðan ”Hjólað í vinnuna” stendur yfir.  Áhugasamir geta fylgst með á vefslóðinni http://hjolad.isisport.is/Heim undir liðnum fréttir. 

 



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan