Samfélags- og mannréttindadeild hefur ráðið Grétu Kristjánsdóttur til starfa sem forvarnafulltrúa og í vor var Halldóra Björg Sævarsdóttir ráðin sem umsjónarmaður handverksmiðstöðvarinnar Punktsins. Báðar hafa þær Gréta og Halldóra starfsstöð í Rósenborg þar sem samfélags- og mannréttindadeild er til húsa.
Gréta og Halldóra eru báðar brautskráðar frá Háskólanum á Akureyri. Halldóra er með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með textílmennt sem kjörsvið auk þess sem hún hefur sótt fjölda námskeiða í ýmiskonar handverki. Hún hefur undanfarið starfað á leikskólanum Tröllaborgum. Gréta hefur B.A. gráðu í sálfræði og hefur síðastliðið ár starfað sem umsjónarmaður félagsmiðstöðvar.