Starfsfólki Akureyrarbæjar er hér með boðið í gönguferð með leiðsögn um Eyrina miðvikudaginn 10. september nk.
Leiðsögumaður verður Jón Ingi Cæsarsson. Ferðin hefst kl. 17.00 í bæjarstjórnarsalnum á fjórðu hæð í
Ráðhúsinu þar sem Jón Ingi mun sýna gamlar myndir og boðið verður upp á kaffi. Að því loknu veður genginn hringur um
Eyrina undir leiðsögn Jóns Inga. Gangan mun taka 1-1 1/2 klukkutíma.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á ýmsa sameiginlega viðburði fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar sem deildir bæjarins munu
skiptast á að skipuleggja.
Starfsmannaþjónustan hefur leikinn og býður upp á hressandi og fræðandi gönguferð um Eyrina.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Með bestu kveðju,
Starfsfólk starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar