Í tilefni af Akureyri á iði er frítt í sundlaugar Akureyrarbæjar í dag, fimmtudaginn 9. maí. Einnig er boðið uppá 20% afslátt af árskortum í sund í maí.
Íþróttadeild Akureyrarbæjar hefur í samstarfi við íþróttafélög, einstaklinga og fyrirtæki skipulagt dagskrá í maí þar sem boðið verður uppá fjölbreytta hreyfingu og heilsueflandi viðburði undir verkefninu „Akureyri á iði"
• Allir viðburðir eru gjaldfrjálsir og í boði íþróttafélaga, einsktalinga og fyrirtækja.
• Akureyringar eru kvattir til að kynna sér og taka þátt í viðburðum í maí
• Meiri og ítarlegri upplýsingar er að finna á www.akureyriaidi.is
