Framlengdur frestur til að skila vottorðum um starfsreynslu

Þar sem Fjársýsla ríkisins hefur ekki undan að sinna beiðnum frá starfsmönnum Akureyrarbæjar um starfsvottorð vegna starfa hjá ríkisstofnunum, sbr. frétt hér á síðunni frá 21. des. síðastliðinn, hefur verið ákveðið að framlengja áður útgefinn frest til að skila starfsvottorðum vegna starfa hjá ríkinu.

Óskað er eftir að starfsvottorðum vegna starfsreynslu hjá ríki verði skilað til starfsmannaþjónustu eigi síðar en 31. janúar næstkomandi. Breyting á mati á starfsaldri gildir frá ármótum ef gögn berast innan þeirra tímamarka en síðan taka við almennar reglur um skil á gögnum, þ.e. gildistími er frá næstu mánaðarmótum eftir að gögn berast.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan