Fjármálaráðuneytið hefur nú birt staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda og persónuafslátt fyrir árið 2012.
Staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars verður í þremur þrepum; 37,34%, 40,24% og 46,24%. Mánaðarleg tekjumiðunarmörk
þrepa verða þannig að af mánaðarlegum tekjum yfir 230.000 kr. er greitt í öðru þrepi og af tekjum yfir 704.367 kr. er greitt í
þriðja þrepi.
Persónuafsláttur verður 46.532 krónur á mánuði.
Tilkynninguna er að finna hér : http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/14911