Endurmatsferli starfsmats

Nú er komið að síðasta áfanga starfsmats sveitarfélaga sem er hluti af kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Starfsgreinasambandið og stéttarfélög bæjarstarfsmanna. Hjá Akureyrarbæ eru þetta stéttarfélögin Eining-Iðja og Kjölur. Það sem um ræðir er endurmatsferli starfsmats sem á fyrri stigum var kallað áfrýjunarferli.

Búið er að setja ítarlegar upplýsingar um endurmatsferlið inn á heimasíðu Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar má m.a. finna yfirlit yfir endurmatsferlið, leiðbeiningar til starfsmanna og yfirmanna, ásamt þeim formum sem fylla þarf út. Einnig má nálgast upplýsingar um endurmatsferlið í gengum heimasíður stéttarfélaganna.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmatsteymi verður stiganiðurbrot starfa, stig í hverjum þætti, en þeir eru alls 13 í starfsmatinu, sett inn á heimasíðuna fljótlega og þá jafnframt opnað aftur fyrir aðgang að starfsyfirlitum.

Starfsfólk er hvatt til þess að kynna sér vel leiðbeiningar með endurmatsferlinu þar sem um flókið ferli er að ræða. Endurmatsferlið er  sameiginlegt verkefni viðkomandi starfsmanns og yfirmanns og mikilvægt er að byrja á því að kynna sér vel hvert ferlið er.

Fulltrúa Akureyrarbæjar í endurmatsteymi starfsmats eru Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri og Gunnar Frímannsson, verkefnastjóri.

Fulltrúar Kjalar eru Arna Jakobína Björnsdóttir og trúnaðarmenn á hverjum stað.

Fulltrúar Einingar-Iðju eru Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju og Sigríður K. Bjarkadóttir, formaður opinberra deildar í Einingu-Iðju.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan