Endurmatsteymi á vegum Akureyrarbæjar, Kjalar og Einingar-Iðju vinnur nú úr umsóknum um endurmat á störfum sem metin hafa verið í starfsmati sveitarfélaganna. Rúmlega 100 einstaklingar sóttu um endurmat á einum eða fleiri matsþáttum í tæplega 60 störfum. 
Endurmatsteymið, sem hér sést að störfum, mun á næstu dögum hafa samband við fulltrúa þeirra starfa, sem teymið telur að eigi að fá breytt mat. Óskað verður eftir að spurningalisti verði fylltur út varðandi þá matsþætti sem endurmatsteymið telur að hafi verið ekki verið rétt metnir en síðan verða matsgögnin send úrskurðarnefnd sem tekur endanlega ákvörðun um hvort breytingar verða gerðar á matinu. Úrskurðarnefndin er skipuð er 2 fulltrúum frá hverjum aðila: Launanefnd sveitarfélaga, Kili - stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, Samfloti bæjarstarfsmannafélaga og Starfsgreinasambandi Íslands (Einingu-Iðju).