Endurmat „núll starfa“

Starfsmönnum Akureyrarbæjar í svokölluðum „núll störfum" býðst nú að óska eftir endurmati á störfum sínum. „Núll störf“ eru þau störf sem voru ekki metin í starfsmati sveitarfélaganna í fyrsta áfanga heldur á árinu 2005 og síðar. Hér er yfirleitt um að ræða mat á einstaklingsstörfum en ekki á störfum sem stór hópur starfsmanna er í. Hver starfsmaður í þessum störfum fær nú sendar upplýsingar um hvernig starf hans var metið á hverjum matsþætti (svokallað stiganiðurbrot). Starfsmenn geta yfirfarið starfsmatsniðurstöðuna og borið saman við mat á öðrum svipuðum störfum og gert rökstuddar athugasemdir fyrir 7. júlí. Þá mun endurmatsteymi fara yfir hverja umsókn um endurmat á starfi. Ef endurmatsteymið telur að umsókn eigi við gild rök að styðjast mun það senda umsóknina áfram til starfsmatsteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem endanlegt endurmat á störfunum fer fram. Sjá meira.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan