Þann 13. maí sl. undirrituðu þeir Gunnar Helgi Kristinsson deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, Halldór Halldórsson bæjarstjóri, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Magnús Guðmundsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, forstjóri Landmælinga, samráðs og samstarfssamning vegna nýrrar námsleiðar við stjórnmálafræðideild HÍ, Diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri (Executive Diploma in Public Administration)
Náminu er ætlað að ýta undir forystu um skilvirkni, vandaðri vinnubrögð og betri þjónustu hins opinbera, hægt er að hefja námið nú um áramótin, hægt er að sækja það í fjarnámi og er umsóknarfrestur til og með 5. janúar nk. Forkrafa er BA/BS próf í einhverri grein. Allar nánari upplýsingar þ.á.m. rafrænt umsóknareyðublað má fá á www.stjornmal.hi.is
Námið Diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri er hluti af meistaranámsframboði stjórnmálafræðideildar, lýtur þeim inntökuskilyrðum og námskröfum sem þar eru gerðar og endar með Diplómaskírteini. Kjósi nemendur að halda áfram námi og ljúka meistaragráðu MPA, fá þeir diplómanámið að fullu metið. Væntanlegir nemendur greiða skráningargjald HÍ, sem fyrir vormisserið 2010 er kr. 32.500.-, auk bókakostnaðar.