Í skattmati 2010 frá Ríkisskattstjóra kemur fram að nú þarf ekki lengur að borga skatt af líkamsræktarstyrk allt að 25 þúsund kr. á ári.
Í nýju skattmati segir eftirfarandi:
2.9 Heilsustyrkur.
Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við að halda góðri heilsu, að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 25.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður leggi fram fullgilda og óvefengjanlega reikninga fyrir greiðslu á viðkomandi kostnaði.
Starfsfólk AKureyrarbæjar er hvatt til að nýta sér líkamsræktarstyrki stéttarfélagana.
Hér má sjá tilboð og afslætti til starfsfólks m.a. í líkamsræktarstöðvar á Akureyri og í Hlíðarfjall.