Alþingi samþykkti rétt fyrir jól að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í
viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verður 2% í stað 4% næstu þrjú ár, þ.e. frá 1. janúar 2012 til
31. desember 2014.
Í 30. gr. nýsamþykktra laga frá Alþingi segir m.a.:
Þeir sem annast iðgjaldaskil samkvæmt samningum um viðbótartryggingarvernd og séreignarsparnað á tímabilinu 2012-2014 skulu þrátt
fyrir ákvæði umræddra samninga draga að hámarki 2% af iðgjaldsstofni rétthafa nema hann óski
sérstaklega eftir því að hlutfall iðgjalds verði hærra.
Með þessu ákvæði er tryggt að starfsmenn þurfa ekki að gera breytingar á samningum sínum um viðbótarlífeyrissparnað til
að lækkun framlags þeirra í 2 % komi til framkvæmda frá áramótum.
Starfsmannaþjónustan mun því lækka framlag launþega í viðbótarlífeyrissparnað í 2% af launum frá og
með 1. janúar 2012 en óbreytt er að mótframlag vinnuveitanda er 2% á móti samsvarandi framlagi launþega.
Í þeim tilfellum sem starfsmenn hafa greitt í tvo mismunandi séreignarsjóði verður framlag lækkað í 1% í hvorn
sjóð.