Breyting á launagreiðslum um áramótin

Breyting verður á launagreiðslum um áramótin. Í stað þess að greiða starfsmönnum sem fá útborgað fyrsta virka dag hvers mánaðar eftirvinnuna í sér útborgun síðasta virka dag ársins, eins og gert hefur verið síðustu ár, verður yfirvinnan greidd með mánaðarlaunum 2. janúar næstkomandi.

Þessi háttur á greiðslu yfirvinnu um áramót er m.a. tekinn upp til að minnka álag á starfsfólk starfsmannaþjónustunnar á þessum annasömu dögum og ætti ekki að breyta miklu fyrir launþega. Hins vegar bókast yfirvinnan nú ekki á desember heldur á janúar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan