Í næstu viku hefjast bólusetningar Heilsugæslustöðinni á Akureyri gegn hinni árlegu inflúensu - ekki svínaflensu. Upplýsingar er að finna á heimasíðu HAK: www.akureyri.is/hak
Af svínaflensunni er það að frétta að hún virðist í rénum og fer inflúensulíkum einkennum fækkandi. Nánar má sjá þróunina á inflúensuvefnum. Bóluefni gegn svínaflensu er ekki enn komið úr framleiðslu en talað er um að það muni berast í nóvember. Þá verður sérstökum áhættuhópum sem skilgreindir eru af sóttvarnalækni boðin bólusetning, en nánar um það síðar þegar það mál skýrist.