Boð í Rósenborg og sund
Samfélags- og mannréttindadeild býður allt starfsfólk Akureyrarbæjar velkomið í Rósenborg miðvikudaginn 27. maí milli kl. 16 og
18. Rósenborg var áður Barnaskóli Akureyrar en þjónar nú sem möguleikamiðstöð með fjölbreyttu starfi.
Meðal þess sem boðið verður upp á:
- Gamlir og nýir leikir á skólalóðinni
- Punkturinn opinn og hægt að leggja hönd að verki
- Listasalurinn Bragi opinn og listamaður að störfum
- Opið í salnum á efstu hæð og myndir frá starfseminni
- Hægt að ganga um og skoða allt húsið – og fyrir suma að rifja upp gamlar minningar
- Boðið upp á kaffi, safa og smáhressingu
Í lokin er svo tilvalið að fá sér sundsprett eða slappa af í pottunum í Sundlaug Akureyrar.
Miðar verða afhentir í Rósenborg
Starfsfólki er velkomið að taka með börn og aðra úr fjölskyldunni.
Þessi viðburður er annar í röðinni eftir að ákveðið var að deildir bæjarins skiptust
á að skipuleggja sameiginlega viðburði fyrir starfsfólk. Starfsmannaþjónstan hóf leikinn sl. haust og bauð upp á gönguferð um
Oddeyri.