Ávarp bæjarstjóra

Við sem störfum hjá Akureyrarbæ gegnum öll sem eitt lykilhlutverki. Það er markmið okkar að tryggja stöðuga uppbyggingu bæjarfélagsins og halda við því háa þjónustustigi sem gerir bæinn okkar einstakan.

Hví segi ég einstakan? Jú, hér er þjónusta og menning öll með þeim hætti að stórborgir úti í hinum stóra heimi mættu vera stoltar af. Reksturinn er enda umfangsmikill: Hátt í 2.000 manns sinna af kostgæfni öllum þeim verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúanna, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, heilsugæslu, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Til að Akureyringar geti haldið áfram að búa við öll lífsins gæði og bærinn okkar geti haldið áfram að dafna, eflast og vaxa, þurfum við – starfsmenn bæjarins – að vera í fremstu röð.

Bæjarbúar gera miklar kröfur til okkar sem hjá bænum störfum og sjálf viljum við setja markið hátt. Sem bæjarstjóri, hvet ég ykkur til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra sífellt meira, koma fram með nýjar hugmyndir og sýna það besta sem í ykkur býr.

Mannauðurinn er hverju fyrirtæki dýrmætasta eignin. Árangur Akureyrarbæjar eru undir reyndu og hæfileikaríku starfsfólki kominn. Leggjum rækt við gott starf í þágu Akureyrar, leggjum okkur öll fram og sýnum frumkvæði.

Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan