Verkefni og hæfni
Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og KÍ vegna
Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga er ákvæði um að heimilt sé að greiða launaviðbætur á
sérstökum forsendum (svokölluð TV laun) vegna verkefna og hæfni annarsvegar og vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna hinsvegar.
Auglýst er eftir umsóknum um TV-einingar vegna verkefna og hæfni. Umsóknir skulu berast
starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar fyrir 8. maí 2012 á eyðublöðum sem finna má í starfsmannahandbók á vef
Akureyrarbæjar, sjá slóðina http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/kjaramal/timabundinvidbotarlaun. Þar er einnig að finna reglur
Akureyrarbæjar um TV-einingar.