Hægt er að skoða ársskýrslur Akureyrarbæjar frá árinu 2000 á heimasíðu bæjarins og þar á meðal er
nýjasta skýrslan sem nær yfir árið 2013. Í ársskýrslunum er fjallað um rekstur allra sviða og stofnana bæjarins og kemur þar
margt forvitnilegt fram sem gott er fyrir bæjarbúa og starfsfólk bæjarins að kynna sér.
Rekstur bæjarins gekk að flestu leyti vel árið 2013 og með samstilltu átaki hefur starfsfólki
bæjarsins smám saman tekist að snúa vörn í sókn eftir áfallið sem reið yfir með efnahagshruni íslensks samfélags
árið 2008. Í ávarpi bæjarstjóra, Eiríks Björns Björgvinssonar, í nýjustu árskýrslunni þakkar hann
starfsfólki þennan góða árangur og segir síðan orðrétt: „Akureyrarkaupstaður er vel rekið og traust sveitarfélag. Ef við leggjumst öll á árarnar þá getum við
stýrt þessu fleyi í heila höfn á komandi misserum. Spyrjum ekki hvað Akureyrarkaupstaður getur gert fyrir okkur, heldur miklu fremur hvað við getum
gert til að efla og styrkja bæinn okkar. Frá hruni hefur reksturinn oft verið þungur en nú bendir allt til þess að landið sé að rísa.
Horfum björtum augum til framtíðar.“
Hér má skoða ársskýrslur Akureyrarbæjar