Árshátið starfsfólks Akureyrarbæjar verður haldin í höllinni þann 1. mars nk.
Þema ársins er gull og glamúr. Þessar gullfallegu gull og glamúrgellur gengu í vikunni milli stofnana bæjarins og hvöttu alla með tölu til að skrá sig.
Húsið opnar kl. 19.00 og borðhaldið hefst kl. 20.00.
Hundur í óskilum sér um veislustjórn og hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson sér um tónlistina.
Fjöldamörg skemmtiatriði verða á boðstólnum ss. Æskulýðskór Glerárkirkju, Páll Óskar, Brynja Valdís, Happdrætti ofl.
Síðast en ekki síst verður dansað fram á nótt.
Matseðill kvöldsins er eftrifarandi:
Napolískinka borin fram á blönduðu salati, sultuðum rauðlauk, melónu, aiolisósu og ítölsku brauði
Steikartvenna - villikryddað lamb og piparkryddað naut með hasselback kartöflu, gratineruðu grænmeti og rjómasveppasósu
Ítalskt panna cotta með hindberjasósu og þeyttum rjóma.
Sjáumst öll á árshátíðinni!