Frá og með 1. nóvember 2020 mun Akureyrarbær hætta að senda launaseðla heim á pappír. Launaseðlar eru aðgengilegir rafrænt á starfsmannavef eg.akureyri.is.
Með þessari umhverfisvænu aðgerð dregur Akureyrarbær verulega úr pappírsnotkun og sparar einnig töluverða fjármuni í pappírs- og sendingarkostnaði.
Allir starfsmenn hafa aðgang að starfsmannavefnum og geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki hafa virkjað rafræn skilríki geta sótt um lykilorð á eg.akureyri.is sem síðan er sent í heimabanka viðkomandi starfsmanns.
Leiðbeiningar um hvernig á að finna launaseðla á vefnum er hægt að nálgast Hér
Hér má svo nálgast myndband þar sem farið er nákvæmlega yfir hvernig lesa má út úr launaseðli