Þýska ríkissjónvarpið ARD í Grímsey
Í síðustu viku var sjónvarpsfólk frá þýsku ríkissjónvarpsstöðinni ARD statt í Grímsey við tökur á heimildaþætti um þorp og bæi við heimskautsbaug. Auk þess að taka upp efni í Grímsey er förinni heitið til Rússlands, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Grænlands. Frá ARD komu Klaus Scherer, fréttamaður, Sandra Kotth, myndatökumaður, Kristian Baum, 2. myndatökumaður, Helmut Hansen hljóðmaður og Angela Andersen framleiðandi.
25.03.2013 - 10:16
Lestrar 496