Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla
Árið 2018 hefur Akureyrarstofa, með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, leitt vinnu við undirbúning markaðssetningar Grímseyjar með áherslu á erlenda ferðamenn. Kynningarefnis hefur verið aflað, bæði myndbanda og ljósmynda, um leið og farið var í greiningu á verðmætasta markhópnum fyrir eyjuna. Það var meðal annars gert með viðtölum við fólk sem starfar við ferðaþjónustu í Grímsey og með því að leggja viðhorfskönnun fyrir ferðafólk á leið úr eyjunni.
18.12.2018 - 14:17
Lestrar 192