Fyrsti almenningsvagn í sögu Grímseyjar kom til eyjarinnar fyrir rúmri viku. Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf. festi kaup á strætisvagninum sem tekur 23 farþega í sæti.
Margir taka ástfóstri við Grímsey og einn þeirra er þjóðverjinn Martin Zalewski sem hefur lagt leið sína til Grímseyjar árlega síðan 2009 og valdi jafnframt að trúlofaðist konu sinni í eyjunni fyrir tveim árum.
Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey auglýsir styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2016 og 2017, eða kr. 6.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins í Grímsey.
Ferðum ferjunnar Sæfara til og frá Grímsey verður fjölgað um tvær á viku í sumar og verður þá siglt alla daga vikunnar nema á fimmtudögum og laugardögum. Nýja áætlunin gefur því ferðafólki sem kemur með ferjunni kost á að dvelja a.m.k. í sólarhring í eyjunni og kynnast þar með þessum einstaka stað betur en áður var í boði.
Til Grímseyjar komu í haust hjónin Lynnette og Paul Metz frá Wisconsin í Bandaríkjunum og höfðu með sér meriklega servíettu sem hafði farið víða. Á servíettuna var teiknað harla ónákvæmt kort af Íslandi og merktir inn á það nokkrir staðir sem þau þyrftu að heimsækja, þar á meðal voru Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Grímsey.
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á innanríkisráðherra að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga og voru samþykktar af ríkisstjórninni í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í bókun ráðsins þann 15. september þegar ráðið fjallaði um stöðu málefna Grímseyjar og byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir.
Á þriðja tug hlaupara tók þátt í fimmta Norðurheimskautsbaugshlaupi TVG-ZIMSEN sem fór fram í Grímsey um síðustu helgi og hafa nú vel á annað hundrað manns tekið þátt frá því að fyrsta hlaupið fór fram haustið 2012. Hlaupið hefur skapað sér fastan sess í hlaupaflóru landsins og þátttakendur eru einróma um að það sé með skemmtilegri almenningshlaupum á Íslandi.
Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen verður haldið í Grímsey laugardaginn 3. september kl. 11.00. Fólk getur annaðhvort hlaupið einn 12 km hring um eyjuna eða tvo hringi, samtals 24 km.
Sögulegur viðburður átti sér stað í gær þegar Garðar Alfreðsson flaug vél frá félaginu Circle Air frá Akureyri til Grímseyjar og lenti við heimskautsbaug. Flugið var sögulegt því Garðar er Grímseyingur í húð og hár og mun vera fyrsti grímseyski flugstjórinn sem flýgur þessa leið innan sveitarfélagsins Akureyrarkaupstaðar.
Í sumar hefjast framkvæmdir við að bæta fjarskiptasamband í Grímsey. Heildarkostnaður verksins er 11 milljónir króna og mun stærstur hluti þess verða greiddur með styrki frá Fjarskiptasjóði eða 5 milljónir króna.
Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador verður með reglulegar siglingar frá Akureyri til Grímseyjar í allt sumar og gera áætlanir ráð fyrir að siglt verði fjórum sinnum í viku. Jómfrúarferðin var farin í gær. Þegar komið var til Grímseyjar var farþegum boðið upp á fiskisúpu og brauð að hætti eyjarskeggja um leið og þeir nutu fróðleiks um sögu eyjarinnar.