Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Könnun um líðan, heilsu og vinnuviðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar

Könnun um líðan, heilsu og vinnuviðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar

Í dag var send könnun til allra starfsmanna Akureyrarbæjar sem eru í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin var send á netföng starfsmanna en þeir sem hafa ekki netföng fá upplýsingar um það hvernig þeir geta nálgast könnunina á vinnustað sínum. Starfsfólk er eindregið hvatt til þess að svara spurningalistanum og stuðla þannig að bættu starfsumhverfi fyrir okkur öll.
Lesa fréttina Könnun um líðan, heilsu og vinnuviðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar

Leiðbeiningar um www.eg.akureyri.is

Á starfsmannahandbókinni má finna leiðbeiningar um hvernig sækja á um lykilorð á starfsmannavefinn www.eg.akureyri.is. Starfsfólk getur m.a. skoðað launaseðla sína á vefnum, fengið upplýsingar um stöðu orlofs og fjölda veikindadaga. Margt fleira er hægt að skoða á vefnum s.s. reikninga sem gefnir eru út af Akureyrarbæ á viðkomandi starfsmann s.s. leikskólagjöld og fasteignagjöld.
Lesa fréttina Leiðbeiningar um www.eg.akureyri.is
Ráðgjafarþjónusta við innflytjendur í febrúar

Ráðgjafarþjónusta við innflytjendur í febrúar

Í febrúar verður ráðgjafarþjónusta við innflytjendur veitt í Rósenborg, Skólastíg 2 á fimmtudögum milli kl. 13 og 17. Tímapantanir eru í síma 460 1234 og í netfanginu astofan@akureyri.is. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Lesa fréttina Ráðgjafarþjónusta við innflytjendur í febrúar
Breyting skattmats vegna líkamsræktarstyrkja

Breyting skattmats vegna líkamsræktarstyrkja

Í skattmati 2010 frá Ríkisskattstjóra kemur fram að nú þarf ekki lengur að borga skatt af líkamsræktarstyrk allt að 25 þúsund kr. á ári. Í nýju skattmati segir eftirfarandi:
Lesa fréttina Breyting skattmats vegna líkamsræktarstyrkja
Bókanir um framkvæmd fjárhagsáætlunar 2010

Bókanir um framkvæmd fjárhagsáætlunar 2010

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun ársins 2010 á fundi þann 22. desember síðastliðinn. Með áætluninni voru samþykktar bókanir sem lúta að framkvæmd hennar og beint er til deilda og stofnana bæjarins. Bókanirnar eru meðal annars hugsaðar til þess að hvetja stjórnendur til þess að leita allra leiða til áframhaldandi hagræðingar í rekstri.
Lesa fréttina Bókanir um framkvæmd fjárhagsáætlunar 2010
Staðgreiðsla 2010 - laun frá öðrum vinnuveitanda

Staðgreiðsla 2010 - laun frá öðrum vinnuveitanda

Í mörgum tilvikum eru starfsmenn Akureyrarbæjar launþegar hjá öðrum vinnuveitendum en Akureyrarbæ og þurfa því að passa að tekið sé tillit til þeirra launa við útreikning staðgreiðslu á árinu 2010. Ef starfsmenn kjósa svo er hægt að taka tillit til launa frá öðrum vinnuveitanda við útreikning launa hjá Akureyrarbæ en að sjálfsögðu geta starfsmenn einnig valið að tilkynna hinum vinnuveitandanum/-endunum um laun hjá Akureyrarbæ.
Lesa fréttina Staðgreiðsla 2010 - laun frá öðrum vinnuveitanda
Námskeið hjá Símenntun HA

Námskeið hjá Símenntun HA

Hjá Símenntun Háskólans á Akureyri hefjast mörg námskeið nú í janúar. Starfsfólk er hvatt til að kynna sér möguleika á símenntun og til að nýta sér niðurgreiðslur á námskeiðskostnaði hjá starfsmenntasjóðum stéttarfélaganna. Hér má finna nánari upplýsingar um námskeið hjá Símenntun HA.
Lesa fréttina Námskeið hjá Símenntun HA
Fyrsta Innanbæjarkrónika ársins 2010

Fyrsta Innanbæjarkrónika ársins 2010

Fyrsta Innanbæjarkrónika ársins 2010 er komin út. Krónikunni er dreift á kaffistofur starfsfólks Akureyrarbæjar auk þess sem hana má nálgast á starfrænu formi hér á starfmannhandbókinni. Innanbæjarkrónikuna má nálgast hér.
Lesa fréttina Fyrsta Innanbæjarkrónika ársins 2010
Jólakveðja frá bæjarstjóra

Jólakveðja frá bæjarstjóra

Ágæta samstarfsfólk! Ég sendi ykkur og ykkar fólki bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári. Þakkir fyrir gott samstarf og vel unnin störf á því ári sem er að líða. Með kærri kveðju, Hermann Jón Tómasson Bæjarstjóri
Lesa fréttina Jólakveðja frá bæjarstjóra

Diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir núverandi og verðandi stjórnendur í opinberum rekstri (Executive Diploma in Public Administration)

Á vormisseri 2010 hefst við Háskóla Íslands nám fyrir núverandi og verðandi stjórnendur í opinberum rekstri ríkis og sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2010. Náminu er ætlað að ýta undir forystu um skilvirkni, vandaðri vinnubrögð og betri þjónustu hins opinbera.
Lesa fréttina Diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir núverandi og verðandi stjórnendur í opinberum rekstri (Executive Diploma in Public Administration)
Atlandsolía - starfsmannaafsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Atlandsolía - starfsmannaafsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Akureyrarbær hefur gert samning við Atlantsolíu um afsláttarkjör fyrir starfsmenn. Starfsmönnum sem kjósa að kaupa eldsneyti hjá Atlantsolíu býðst nú afsláttur sem hér segir: · 5 kr afsláttur per lítra á valdri stöð. (4 kr+1 kr = 5 kr). · 4 kr afsláttur á öllum öðrum sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsolíu. · Sértilboð á AO stöðvum bætast við boðinn afslátt · Á afmælisdegi dælulyklahafa veitir dælulykilinn 9 kr í afslátt á öllum stöðvum og 10 kr á valdri stöð.
Lesa fréttina Atlandsolía - starfsmannaafsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar