Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Þjónustustefna Akureyrarbæjar - kynningar á vinnustöðum - Við erum fagleg, lipur og traust!

Þjónustustefna Akureyrarbæjar - kynningar á vinnustöðum - Við erum fagleg, lipur og traust!

Þjónustustefna Akureyrarbæjar var nýlega samþykkt í bæjarstjórn. Kynning á stefnunni mun fara fram á vinnustöðum Akureyrarbæjar á næstu vikum, en þjónustustefnan byggir á því að starfsfólk þekki hana og geti og vilji gera hana að sinni stefnu.  
Lesa fréttina Þjónustustefna Akureyrarbæjar - kynningar á vinnustöðum - Við erum fagleg, lipur og traust!
Nýliðafræðsla 13. og 14. apríl nk.

Nýliðafræðsla 13. og 14. apríl nk.

Dagana 13. og 14. apríl nk. verður boðið upp á fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ. Samkvæmt Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið starfsfólk að fara á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum.
Lesa fréttina Nýliðafræðsla 13. og 14. apríl nk.
Viðurkenning skólanefndar fyrir framúrskarandi skólastarf - Óskað eftir tilnefningum

Viðurkenning skólanefndar fyrir framúrskarandi skólastarf - Óskað eftir tilnefningum

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstalingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur.  Óskað er eftir tilnefningum á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1. maí.
Lesa fréttina Viðurkenning skólanefndar fyrir framúrskarandi skólastarf - Óskað eftir tilnefningum

Starfsmannaafsláttur hjá Shell og Orkunni

Skeljungur býður starfsfólki Akureyrarbæjar, glænýjan Orkulykil með sérkjörum á bensínstöðvum Shell og Orkunnar. Sérkjörin tryggja þér allar gerðir af eldsneyti og úrvalsþjónustu á góðum afslætti í hvert sinn sem þú greiðir með Orkulyklinum (eða Orkukorti) hjá Shell eða Orkunni um land allt. Orkulykillinn er tengdur við debetkort eða kreditkort. Nánari skýringar um hvernig sækja á um lykil er hægt að finna hér.  
Lesa fréttina Starfsmannaafsláttur hjá Shell og Orkunni
Hvað er Starfsendurhæfingarsjóður?

Hvað er Starfsendurhæfingarsjóður?

Samtök launafólks með félagsmenn í Eyjafirði bjóða á fundi þar sem starfsemi Virk starfsendurhæfingarsjóðs verður kynnt. Ráðgjafar sjóðsins í Eyjafirði fjalla t.d. um hvernig sjóðurinn nýtist félagsmönnum. Þann 18. mars verður fundur á Akureyri, að Skipagötu 14, 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 18:00.
Lesa fréttina Hvað er Starfsendurhæfingarsjóður?
Ráðgjafarþjónusta við innflytjendur í mars

Ráðgjafarþjónusta við innflytjendur í mars

Í mars verður ráðgjafarþjónusta við innflytjendur veitt í Rósenborg, Skólastíg 2 á fimmtudögum milli kl. 13 og 17. Tímapantanir eru í síma 460 1234 og í netfanginu astofan@akureyri.is. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Lesa fréttina Ráðgjafarþjónusta við innflytjendur í mars
Innanbæjarkrónikan komin út

Innanbæjarkrónikan komin út

Nýtt, fróðlegt og stórskemmtilegt tölublað starfsmannafrétta Akureyrarbæjar er komið út.
Lesa fréttina Innanbæjarkrónikan komin út

Breytingar á reglum hjá Styrktar- og Sjúkrasjóði BHM - Aukin réttindi félagsmanna í sjóðunum með breyttum reglum

Stjórn Styrktarsjóðs Bandalags háskólamanna hefur ákveðið að auka réttindi félagsmanna í sjóðnum frá og með 1. janúar 2010. Fæðingarstyrkur hækkar um kr. 30.000 í kr. 200.000, styrkur til meðferðar hjá viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni (t.d. meðferð hjá sjúkraþjálfara eða sálfræðing) hækkar um kr. 5.000 í kr. 30.000 og styrkur til líkamsræktar hækkar í kr. 20.000.
Lesa fréttina Breytingar á reglum hjá Styrktar- og Sjúkrasjóði BHM - Aukin réttindi félagsmanna í sjóðunum með breyttum reglum
Sumarstörf hjá Akureyrarbæ

Sumarstörf hjá Akureyrarbæ

Opnað var fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Akureyrarbæ fimmtudaginn 11. febrúar. Að venju eru ýmis og margvísleg störf í boði, svo sem á sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, við akstur, skrifstofustörf og fleira. Fyrstu auglýsingarnar vegna sumarstarfa 2010 eru komnar á heimasíðuna og er að finna HÉR.
Lesa fréttina Sumarstörf hjá Akureyrarbæ
Árshátíð Akureyrarbæjar verður haldin 6. mars - Skráningu lýkur 25. febrúar!

Árshátíð Akureyrarbæjar verður haldin 6. mars - Skráningu lýkur 25. febrúar!

Árshátíð Akureyrarbæjar verður haldin í Íþróttahöllinni þann 6. mars nk. Hljómsveitin VALASH og Hvanndalsbræður ásamt Magna Ásgeirssyni leika fyrir dansi. Veislustjóri verður Óskar Pétursson.
Lesa fréttina Árshátíð Akureyrarbæjar verður haldin 6. mars - Skráningu lýkur 25. febrúar!
Lífshlaup ÍSÍ er hafið

Lífshlaup ÍSÍ er hafið

Þann 3. febrúar hófst lífshlaupið en það er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Í vinnustaðakeppninni eru útreikningar þeir sömu og eru í fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna, þar sem fjöldi þátttakenda er deilt með heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum, nema nú er keppt um fjölda daga og mínútna. Keppnin stendur frá 3. - 23. febrúar 2010 að báðum dögum meðtöldum.
Lesa fréttina Lífshlaup ÍSÍ er hafið