Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Starfsmannakönnun um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf

Starfsmannakönnun um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf

Nú liggja niðurstöður könnunarinnar fyrir og eru birtar hér í samantekt. Skýrslan inniheldur allar helstu niðurstöður könnunarinnar og gefur samanburð við önnur sveitarfélög. Svör starfsmanna Akureyrarbæjar eru sérstaklega borin saman við svör starfsmanna í Kópavogi og Hafnarfirði en þau sveitarfélög eru líkust Akureyri að stærð.
Lesa fréttina Starfsmannakönnun um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf
Þjónustustefna Akureyrarbæjar kynnt

Þjónustustefna Akureyrarbæjar kynnt

Bæjarstjórinn á Akureyri, Hermann Jón Tómasson, kynnti á föstudag nýja þjónustustefnu fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar. Þjónustustefnan var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar í febrúar sl. en meginatriði hennar koma fram í gildunum "fagleg, lipur og traust". Um leið og stefnan var kynnt, voru veitt verðlaun fyrir tákn sem standa fyrir gildin þrjú en efnt var til samkeppni um táknin á meðal starfsfólks bæjarins.
Lesa fréttina Þjónustustefna Akureyrarbæjar kynnt
Þjóðin sendi myndband

Þjóðin sendi myndband

Í dag verður efnt til þjóðarátaks í tengslum við ?Inspired by Iceland?, markaðsátak ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum. Ætlunin er að virkja íslenskan almenning og fá fólk til þess að vekja jákvæða athygli á Íslandi undir heitinu "Þjóðin býður heim". Átakið minnir á að nú er einmitt  rétti tíminn til að heimsækja landið því það hafi aldrei verið eins lifandi og síbreytilegt.
Lesa fréttina Þjóðin sendi myndband
Niðurstöður starfsmannakönnunar - Könnun um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf

Niðurstöður starfsmannakönnunar - Könnun um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf

Niðurstöður starfsmannakönnunar um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf starfsfólks hjá Akureyrarbæ liggja nú fyrir. Niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórnendum á sérstökum fundi Ketilhúsinu 25. maí síðastliðin og þeirra verkefni er að miðla niðurstöðunum áfram til síns starfsfólks.  Hér er sagt frá helstu niðurstöðum en heildarskýrsla verður tilbúin í júní og verður hún þá aðgengileg í starfsmannahandbókinni.
Lesa fréttina Niðurstöður starfsmannakönnunar - Könnun um heilsu, líðan og starfstengd viðhorf
Samkeppni um tákn - framlengdur skilafrestur og flott verðlaun

Samkeppni um tákn - framlengdur skilafrestur og flott verðlaun

Samkeppni um tákn fyrir gildin þrjú FAGLEG, LIPUR OG TRAUST í þjónustustefnu Akureyrarbæjar framlengist til 30. maí. Senda skal inn eitt tákn fyrir hvert gildi það er eitt fyrir FAGLEG annað fyrir LIPUR og það þriðja fyrir TRAUST eða eitt tákn sem felur öll gildin í sér. Í verðlaun fyrir vinningstáknin eru kvöldverður fyrir tvo á nýja veitingastaðnum í Hofi 1862 - Nordic bistro og árskort fyrir tvo hjá Leikfélagi Akureyrar.
Lesa fréttina Samkeppni um tákn - framlengdur skilafrestur og flott verðlaun
Félagsliðabrú, háskólastoðir og háskólabrú - Í SÍMEY næsta haust

Félagsliðabrú, háskólastoðir og háskólabrú - Í SÍMEY næsta haust

Næsta haust býður Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar upp á félagsliðabrú, háskólastoðir og háskólabrú.
Lesa fréttina Félagsliðabrú, háskólastoðir og háskólabrú - Í SÍMEY næsta haust
Samkeppni um tákn fyrir gildi þjónustustefnu Akureyrarbæjar - Fagleg, lipur og traust

Samkeppni um tákn fyrir gildi þjónustustefnu Akureyrarbæjar - Fagleg, lipur og traust

Efnt er til samkeppni um tákn fyrir hvert og eitt gildi þjónustustefnu Akureyrarbæjar en gildin eru fagleg, lipur og traust. Samkeppnin er öllum opin, bæði einstaklingum og hópum. Senda má inn hvers konar myndræna framsetningu (ljósmyndir, teikningar o.s.frv.). Nú er tækifæri til að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín!
Lesa fréttina Samkeppni um tákn fyrir gildi þjónustustefnu Akureyrarbæjar - Fagleg, lipur og traust
Ný Innanbæjarkrónika

Ný Innanbæjarkrónika

Starfsmannafréttir Akureyrarbæjar koma nú fyrir sjónir lesenda með ofurlítið breyttu sniði og nýjum áherslum. Meðal nýjunga í þessu blaði eru Botnahornið nýja, styttra Matarhlé, öðruvísi myndagetraun og breyttar áherslur í kynningu á einstaka starfsmönnum.
Lesa fréttina Ný Innanbæjarkrónika
Yfirlit yfir orlof á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is

Yfirlit yfir orlof á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is

Sólin hækkar á lofti og brátt líður að sumarorlofinu. Af þessu tilefni er hér að finna nokkrar gagnlegar upplýsingar orlofið. Á starfsmannavefnum? http://www.eg.akureyri.is/ ? getur starfsfólk fundið yfirlit yfir stöðu orlofs eins og það er skráð í SAP mannauðskerfið.
Lesa fréttina Yfirlit yfir orlof á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is
Traustur rekstur Akureyrarbæjar?- bréf frá bæjarstjóra

Traustur rekstur Akureyrarbæjar?- bréf frá bæjarstjóra

Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 liggur nú fyrir. Í stað tæplega 900 milljóna halla sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun er tekjuafgangur samstæðunnar, Akureyrarbæjar og fyrirtækja í eigu hans, 1165 milljónir króna. Stjórnendur og starfsmenn bæjarins eiga mikið lof skilið fyrir skilning og þátttöku í að ná þessum árangri.
Lesa fréttina Traustur rekstur Akureyrarbæjar?- bréf frá bæjarstjóra

Bæklingur um hættu á heilsutjóni vegna gosösku

Fjölmiðlateymi Samhæfingarstöðvar Almannavarna hefur tekið saman bækling sem nefnist ?Hætta á heilsutjóni vegna gosösku - Leiðbeiningar fyrir almenning".
Lesa fréttina Bæklingur um hættu á heilsutjóni vegna gosösku