Yfirlit yfir orlof á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is

Sólin hækkar á lofti og brátt líður að sumarorlofinu. Af þessu tilefni er hér að finna nokkrar gagnlegar upplýsingar um orlofið:

  • Orlofsárið er frá 1. maí ? 30. apríl.
  • Sumarorlofstími er frá 15. maí -30. september ár hvert.
  • Yfirmaður ákveður hvenær orlof skuli tekið í samráði við starfsmann en skylt er að verða við óskum starfsmanns ef því verður við komið.
  • Ef ekki er tekið orlof á orlofstíma að ósk yfirmanns þá á starfsmaður rétt á 33% lengingu orlofs.

Á starfsmannavefnum? http://www.eg.akureyri.is/ ? getur starfsfólk fundið yfirlit yfir stöðu orlofs eins og það er skráð í SAP mannauðskerfið. Staða orlofs á vefnum er samkvæmt skráningu á síðasta launaseðli.

Fyrstu vikuna í maí er unnið að uppfærslu á orlofsstöðu þess vegna sýnir vefurinn ekki rétta stöðu fyrr en að því loknu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan