Vilt þú styrkja skipulags- og stjórnunarhæfni?

Starfsmennt kynnir spennandi námsleiðir fyrir alla sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum

Framsækin og hnitmiðuð 52 stunda námsleið sem hentar öllum þeim sem vilja styrkja stjórnunar og skipulagshæfni sína. Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum hlaut frábærar viðtökur síðasta vetur og var vel sótt af fagfólki á ólíkum sviðum atvinnulífsins. Grunnur faglegra og úrræðagóðra starfsmanna er styrktur og kenndar eru hagnýtar aðferðir til að takast á við breitt starfssvið og flókin verkefni. Áhersla er lögð á sveigjanleika, sjálfstæði, forgagnsröðun og skipulag ásamt kynningu á samskipta- og leiðtogahæfni.

Meðal helstu námsþátta eru:

Skilvirkir fundir og viðburðastjórnun Þjónustu- og upplýsingastjórnun
Uppsetning og röðun tækja Viðhorf og virkni í breytingum
Leiðtogahæfni Hugarkort og áætlanir
Líkamsbeiting og álagsstjórnun Drifkraftur í teymisvinnu

Námið hefst 11. okt. á  Akureyri.

Námið er án endurgjalds fyrir félagsmenn Í stéttarfélaginu Kjölur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan