Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstalingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.
Skólanefnd mun frá árinu 2010 veita einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í eftirtöldum tveimur flokkum viðurkenningar, við hátíðlega athöfn.
Tilnefningar berist á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1. maí. Viðurkenningar verða afhentar í lok skólaársins og verður tímasetning auglýst í fyrstu viku í maí.
Nánari upplýsingar má finna í fréttabréfi skóladeidlar Skólaakri.