Athygli er vakin á því að fyrstu vikuna í maí er unnið að uppfærslu á orlofsstöðu og þess vegna sýnir starfsmannavefurinn www.eg.akureyri.is ekki rétta stöðu fyrr en að því loknu.
Hér að finna nokkrar gagnlegar upplýsingar um orlofið:
- Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl.
- Sumarorlofstími er frá 15. maí til 30. september ár hvert.
- Yfirmaður ákveður hvenær orlof skuli tekið í samráði við starfsmann en skylt er að verða við óskum starfsmanns ef því verður við komið.
- Ef ekki er tekið orlof á sumarorlofstíma að ósk yfirmanns þá á starfsmaður rétt á 33% lengingu á þeim hluta sem veittur er utan sumarorlofstímabils.
Yfirlit yfir orlof á http://www.eg.akureyri.is/