Þjónustustefna Akureyrarbæjar var nýlega samþykkt í bæjarstjórn. Kynning á stefnunni mun fara fram á vinnustöðum Akureyrarbæjar á næstu vikum, en þjónustustefnan byggir á því að starfsfólk þekki hana og geti og vilji gera hana að sinni stefnu.
Markmið þjónustustefnunnar er að starfsfólk Akureyrarbæjar veiti framúrskarandi þjónustu.
Meginatriði stefnunnar koma fram í gildunum: Fagleg, lipur og traust.
Myndin hér fyrir neðan sýnir fyrir hvað gildin standa.
Starfsfólk er hvatt til þess að kynna sér stefnuna vel og tileinka sér hana.
Þjónustustefnuna má nálgast hér.