Þjónustustefna Akureyrarbæjar - kynningar á vinnustöðum - Við erum fagleg, lipur og traust!

Þjónustustefna Akureyrarbæjar var nýlega samþykkt í bæjarstjórn. Kynning á stefnunni mun fara fram á vinnustöðum Akureyrarbæjar á næstu vikum, en þjónustustefnan byggir á því að starfsfólk þekki hana og geti og vilji gera hana að sinni stefnu.   

Markmið þjónustustefnunnar er að starfsfólk Akureyrarbæjar veiti framúr­skarandi þjónustu.

Meginatriði stefnunnar koma fram í gildunum: Fagleg, lipur og traust.

Myndin hér fyrir neðan sýnir fyrir hvað gildin standa.

Starfsfólk er hvatt til þess að kynna sér stefnuna vel og tileinka sér hana.

Þjónustustefnuna má nálgast hér.

Gildin-endanleg 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan