Skapandi sumarstörf

Í sumar starfa 24 einstaklingar á aldrinum 15-25 ára í svokölluðum "skapandi sumarstörfum" hjá Akureyrarbæ. Unnið er undir leiðsögn flokkstjóra í tveimur hópum, annars vegar 15?16 ára unglinga og hins vegar 17-25 ára. Hlutverk hópanna er að lífga upp á mannlífið í miðbænum og gleðja ferðamenn og bæjarbúa með alls kyns uppátækjum.

Hóparnir verða starfandi fram yfir verslunarmannahelgi en þetta er í sjöunda skipti sem skapandi sumarstörf eru unnin á vegum vinnuskólans og fara vinsældir hópanna sífellt vaxandi. Myndirnar að neðan voru teknar á dögunum þegar unga fólkið brá á leik í miðbænum.

Skapandi2010 4

Skapandi2010 1

Skapandi2010 3

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan