Þjónustustefna Akureyrarbæjar var nýlega samþykkt í bæjarstjórn. Mikilvægt er að starfsfólk bæjarins þekki stefnuna og tileinki sér hana í störfum sínum. Kynning á stefnunni fer nú fram á vinnustöðum Akureyrarbæjar.
Með það að markmiði að gera þjónustustefnuna sýnilegri er nú efnt til samkeppni um tákn fyrir hvert og eitt gildi hennar. Táknið verður að lýsa gildinu á myndrænan hátt.
Gildin eru:

- Samkeppnin hefst 1. maí og stendur til 15. maí.
- Samkeppnin er öllum opin, bæði einstaklingum og hópum.
- Senda má inn í samkeppnina hvers konar myndræna framsetningu (ljósmyndir, teikningar o.s.frv.).
- Vinningstillögurnar verða notaðar í kynningum og framsetningu á þjónustustefnunni og verða eign Akureyrarbæjar.
- Tillögum skal skila inn rafrænt á netfangið gildin3@akureyri.is
- Verðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndirnar.
Hér má finna þjónustustefnuna og mynd um gildin.
Nú er tækifærið til að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín!
Allir eru hvattir til þátttöku.
Starfshópur um innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar.
Dagný M. Harðardóttir, skrifstofustjóri Ráðhúss
Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður
Ingunn H. Bjarnadóttir, verkefnastjóri starfsþróunar
Ólafur Örn Torfason, forstöðumaður á búsetudeild
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, aðstoðarskólastjóri Oddeyrarskóla