Samkeppni um tákn - framlengdur skilafrestur og flott verðlaun

Samkeppni um tákn fyrir gildin þrjú FAGLEG, LIPUR OG TRAUST í þjónustustefnu Akureyrarbæjar framlengist til 30. maí.

Senda skal inn eitt tákn fyrir hvert gildi það er eitt fyrir FAGLEG annað fyrir LIPUR og það þriðja fyrir TRAUST eða eitt tákn sem felur öll gildin í sér.

Í verðlaun fyrir vinningstáknin eru kvöldverður fyrir tvo á nýja veitingastaðnum í Hofi 1862 - Nordic bistro og árskort fyrir tvo hjá Leikfélagi Akureyrar.

Samkeppnin stendur til 30. maí.

  • Samkeppnin er öllum opin.
  • Senda má inn í samkeppnina hvers konar framsetningu (ljósmyndir, teikningar o.s.frv.).
  • Vinningstillögurnar verða notaðar í kynningum og framsetningu á þjónustustefnunni og verða eign Akureyrarbæjar.
  • Tillögum skal skila inn rafrænt á netfangið gildin3@akureyri.is

Þjónustustefnuna er hægt að nálgast hér á starfsmannahandbókinni.

Nú er tækifæri til að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín!

Allir eru hvattir til þátttöku.

?

Starfshópur um innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan