Ný Innanbæjarkrónika

Starfsmannafréttir Akureyrarbæjar koma nú fyrir sjónir lesenda með ofurlítið breyttu sniði og nýjum áherslum. Nokkuð var spurt um Innanbæjarkrónikuna í starfsmannakönnun sem gerð var í febrúar og einnig var fjallað ítarlega um efnistök blaðsins á starfsdegi stjórnenda sem haldinn var í mars. Ritstjórn hefur skoðað allar ábendingar og smám saman munu starfsmannafréttirnar taka mið af þeim sem bestar þykja. Meðal nýjunga í þessu blaði eru Botnahornið nýja, styttra Matarhlé, öðruvísi myndagetraun og breyttar áherslur í kynningu á einstaka starfsmönnum.

Heildarniðurstöður áðurnefndrar starfsmannakönnunarinnar verða kynntar í lok maí, um leið og sambærilegar niðurstöður verða kynntar úr 20 öðrum sveitarfélögum. Þó má geta þess hér að niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar hvað Innanbæjarkrónikuna varðar. Kom í ljós að um 85% starfsfólks les blaðið að jafnaði eða stöku sinnum og um 35% virðast þaullesa hvert útgefið tölublað.

Nýjasta tölublaðið má finna hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan