Góð afkoma LSA

Afkoma Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar (LSA) var góð á árinu 2009 og var hrein raunávöxtun sjóðsins 3,13% samanborið við 0,56% neikvæða raunávöxtun sjóðsins á árinu 2008. Að sögn Kára Arnórs Kárasonar framkvæmdastjóra Stapa lífeyrissjóðs, en Stapi er sér um rekstur sjóðsins, þá var það fyrst og fremst varfærin stefna sjóðsins sem skilaði þessari niðurstöðu. Tryggingafræðileg staða sjóðsins batnaði um 474,5 milljónir króna á árinu.

Ársfundur sjóðsins verður haldinn í húsakynnum Stapa að Strandgötu 3, mánudaginn 28. júní og hefst kl. 16.00. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og eru þeir hvattir til að mæta.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan