Þriðjudaginn 29. mars nk. verður starfsfólki Akureyrarbæjar boðið upp á fræðslu um kynbundið ofbeldi. Í samræmi við Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er boðið upp á fræðslu til starfsfólks um einkenni, áhættu, greiningu, orsakir og afleiðingar kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals og vændis og hvernig bregðast skuli við ef slík mál koma upp.
Dagskrá:
- Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi: Örfá orð um tilgang námskeiðsins
- Bergljót Þrastardóttir og Hjálmar Sigmarsson sérfræðingar hjá Jafnréttisstofu: Nýjar íslenskar rannsóknir um ofbeldi gegn konum í nánum samböndum
- Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður: Leiðbeiningar um hvert skal beina málum
- Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur: Kynbundið ofbeldi
- Heimildarmynd um austurrísku leiðina
- Umræður
Fræðslan fer fram í Rósenborg í kennslustofu á 3. hæð frá kl. 14-16. Skráning fer fram á starfsmannavefnum http://www.eg.akureyri.is/. Vinsamlega hafið samband með tölvupósti eða í síma 4601062 ef þið þurfið aðstoð við að skrá ykkur.