Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar stendur fyrir fundarröð tímabilið 3.-31. maí fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu og samningaferlið sem nú er í gangi vegna aðildarumsóknar Íslands. Aðalsamningamaður Íslands og fulltrúar úr samningahópnum munu skýra frá ferlinu og kynna helstu málaflokka í viðræðum við Ísland og ESB.
- 3. maí - Almennt um samningaferlið og verkefni framundan - Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í samningaviðræðum við ESB.
- 10. maí - Landbúnaðarmál - Harald Aspelund, varaformaður samningahóps um landbúnaðarmál.
- 17. maí - Sjávarútvegsmál - Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins og fulltrúi í aðalsamninganefnd.
- 24. maí - Byggða- og sveitastjórnarmál - Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, formaður samningahóps um byggða- og sveitastjórnamál.
- 31. maí - Gjaldmiðilsmál - Ólafur Sigurðsson, fulltrúi í samningahópi um gjaldmiðilsmál.
Fundirnir fara fram hjá SÍMEY þórsstíg 4 á þriðjudögum frá kl. 17.30-19.00. Þeir eru öllum opnir og þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram á www.simey.is eða í síma 460 5720.