Stjórn Styrktarsjóðs Bandalags háskólamanna hefur ákveðið að auka réttindi félagsmanna í sjóðnum frá og með 1. janúar 2010.
Helstu breytingar eru þær að fæðingarstyrkur er hækkaður um kr. 30.000 í kr. 200.000, styrkur til meðferðar hjá viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni (t.d. meðferð hjá sjúkraþjálfara eða sálfræðing) er hækkaður um kr. 5.000 í kr. 30.000 og styrkur til líkamsræktar er hækkaður í kr. 20.000. Jafnframt hækka sjúkradagpeningar í kr. 216.700 úr 195.030 á mánuði.
Stjórn Sjúkrasjóðs Bandalags háskólamanna hefur einnig breytt úthlutunarreglum sínum. Helstu breytingar eru þær að styrkur verður veittur til laser-aðgerða, kr. 50.000 á auga, styrkur til gleraugnakaupa hækkar í kr. 30.000 og styrkur til meðferðar á líkama og sál verður kr. 40.000.